kynnast við

» Ævisaga
»
Hljómplötur
» Kvikmyndar
» Bækur

upplýsingar

» Innkaupastað
» Túr
» Textar

Múltimedia

» Hljóm
» Vídíó
»
Myndar
»
Leikar
» Taktu

Samband

» form meilið
»
beint e-meilið
»
bókun

Beint til

» Egill
» Ragga
» Jakob
» Þórður
» Tómas
» Eyþór 
» Ásgeir

Vertu í sambandi

» gestabók
» fréttirbréf
»
spjalla
»
atkvæðagreiðsla
»
póstkort

Jafnvel nálægri

» fjárfesting

túngumál

» íslenska
»
english
»
deutsch
»
dansk
»
russian

til baka

» heim

credit

this site is has copyright © by Studmenn & cloudmasters, thanks for visiting. Last updated If you have any comments, drop a note to webmaster@studmenn.com

for full imprint please click.

 



 
     

 
Saga Stuðmanna

Stuðmenn - holdgervingar póst-módernismans á Íslandi

Það sem einkennir helst tónlist Stuðmanna er að hún á sér engin takmörk,
er hvorki bundin við stíl, tíðaranda né tískusveiflur. Hún leyfir sér að
vera utan allra landamæra og að fara á móti ríkjandi stefnum og straumum
hverju sinni.
Á hápunkti hippatímabilsins, þegar Stuðmenn voru stofnaðir, voru
hljómsveitir almennt klæddar í hippamussur og Afghanpelsa, syngjandi um ást,
frið og kærleika í þunglamalegum sýrurokksumgjörðum og lengri rokkverkum.
Stuðmenn fóru þvert á þetta með því að klæðast þröngum og snjáðum
borgaralegum jakkafötum með bindi um hálsinn og tónlistin var bein andhverfa
þess sem þá var í gangi Fyrsta smáskífa sveitarinnar Honey will you marry
me, var t.a.m. bandarísk hallærissveifla með heiðskýru og glaðbeittu
yfirbragði. Í öðrum listgreinum á borð við myndlist og bókmenntir er stefna
eða stíll þar sem vitnað er í eldri stefnur og allt er leyfilegt nefndur
´póst-módernismi´. Því mætti með réttu kalla tónlist Stuðmanna
´póst-móderníska´.


Textar Stuðmanna og yrkisefni eru að sama skapi landamæralaus, en eiga
það sammerkt með hinum frjálsmannlegu tónlistarstílbrögðum sveitarinnar að
vera oft á tiðum blandnir spaugi og hárfínu háði. Sveitin hefur jafnan
leitast við að höfða til allra aldurshópa og allra stétta og afkima
samfélagsins. Þannig mætti segja að lagið og textinn ´Honey will you marry
me´ hafi verið á yfirborðinu heiðskýr og græskulaus og þannig meðtók stór
hluti fólks lagið. Hinir djúphyggnari skildu hins vegar að þarna var verið
að gantast með einfeldningslegan og bláeygan tónlistarsmekk og stílbrögð
kynslóðarinnar á undan, þ.e. kynslóðar foreldra Stuðmanna. Aðrir lásu enn
flóknari merkingar í þetta og önnur lög sveitarinnar.

Þannig mætti segja að textar sveitarinnar væru almennt einfaldir og
auðskiljanlegir á yfirborðinu, en blandnir lævísum skírskotunum, háði og
jafnvel undirhyggju.


Helstu áhrifavaldar Stuðmanna mundu vafalítið teljast The Beatles, en
þeir byggðu sín verk gjarnan á e.k. heildarhyggju (concepti) , sbr. Sgt.
Peppers Heart Club Band, Let it be, Abbey Road o.s.frv.

Stuðmenn hafa gjarnan unnið útfrá ákveðnum hugmyndum um heildarverk, sbr.
Sumar á Sýrlandi, Tívolí, Með allt á hreinu o.s.frv.

Aðrir áhrifavaldar mundu teljast íslenskar sveitir á borð við Trúbrot og
Flowers, Dáta, Tóna, Hljómsveit Svavars Gests, Hljómsveit Ólafs Gauks
ásamt Svanhildi, KK sextett og Hauk Morthens.
Erlendir áhrifavaldar aðrir mundu teljast Frank Zappa, Monty Python, Pink
Floyd, Jimi Hendrix, Led Zeppelin, Mrs. Miller og fleiri
gamanvísnasöngvarar, Willie Nelson, Liberace, Jack Bruce, Paul Simon, Syd
Barret, Frank Sinatra. Jim Morrisson, Janis Joplin, David Bowie, Robert
Johnson, Kevin Ayers, Long John Baldry og Rolling Stones.



Tengsl okkar við sambærilegar stefnur eða hljómsveitir erlendis væru
helst hin andlegu tengsl við frjálslyndi og ´póst-modernisma´ bresku
Bítlanna, hverra trymbill Ringo Starr heimsótti okkur í Atlavík 1984.

Sömuleiðis var ýmsum okkar á mótunarskeiðI okkar afar hlýtt til Long John
Baldry ( Hoochie Coochie Men, Bluesology, Steampacket) og Kevin Ayers (Soft
Machine) á tímabili og a.m.k. einn okkar starfaðI með þeim listamönnum í
Bretlandi um hríð. Þá hafa a.m.k. tveir trymblar Frank Zappa starfað með
Stuðmönnum eða meðlimum þeirra, þeir Vince Colaiuta og David Logeman. Þá
hafa ýmisir hljóðfæraleikarar úr herbúðum Pink Floyd starfað með sumum
okkar, t.a.m. Steve Sidelnyk og Tim Jeffries.

Póst-módernisminn lifir enn góðu lífi jafnt meðal ýmissa erlendra listamanna
og hinna íslensku Stuðmanna. Kannski er það lykillinn að leyndarmáli
Stuðmanna: Þú getur gert hvað sem er, hvernig sem er , hvenær sem er, óháð
ríkjandi stefnum og straumum.

Stuðmenn eru þannig lifandi holdgervingar póst-módernismans á Íslandi.


Með bestu kveðjum,

Jakob Frímann Magnússon


 
 











  Links:  | cloudmasters | Icelandair | Leit High North| | OMM | Bankastraeti | Musik.is | Edda | Skifan| MusicRemedy