kvikmyndir


 

1982 Með allt á hreinu (On Top)

Ummæli: Vinsælasta Íslenska bíómyndin sem gerð hefur verið, rúmlega 120.000 manns sáu myndina í kvikmyndahúsum á meðan á sýningum stóð. Enn í dag er þetta ein vinsælasta mynd Íslands.

Umfjöllum: Tvær hljómsveitir, ein karla hljómsveit og önnur kvenna hljómsveit ákveða að sameinast í von um frægð og frama með því að fara tónleikaferð um landið og spila saman. Þegar allt er að verða tilbúið og hljómsveitirnar í þann veginn að leggja af stað í tónleikaferðalagið sitt, kemur upp ósætti á milli forsöngvara hljómsveitanna sem að veldur skilnaði, bæði í ástinni sem og þeirra daglega lífi. Við skilnaðinn ákveða báðar hljómsveitirnar að fara samt sem áður í sitt tónleikaferðalag, nema í sitt hvoru lagi og hefst þá mikil keppni á milli þeirra. [meira]

Útgáfudagur: 1.desember 1982.

Myndin er núna fáanleg á DVD diski með enskum, þýskum og rússneskum texta !!


1984 Hvítir mávar (Cool Jazz and Coconuts)

Ummæli: Frumraun leikstjóra Magnússonar.

Umfjöllun: Frábær popp háðsdeila um endurfundi á gömlum rómantískum þríhyrning. – Hjón sem að lifa í litlu þorpi á austasta hluta Íslands og koma að heimsækja vinafólk sitt sem eru leikarar. Leikarinn er að leika í leikriti ásamt öðrum heimamanni þegar allt í einu birtist gamla ástin. Á sama tíma er Ameríska hereiningin að gera tilraun til með nýja, kröftuga orkuuppsprettu í nágrenninu og lofaði þjóðinni að hún yrði efnaðri í framtíðinni fyrir vikið.

Útgáfudagur: 20 Mar-7-1985


1986 Strax í Kína

 Ummæli: Heimildarmynd um ferðalag Stuðmanna til Kína.


2004/2005 Í takt við tímann (Ahead of times / Der letzte Schrei )

Ummæli: Framhald myndarinnnar Með Allt á Hreinu.

Umfjöllun: Sjálfstætt framhald myndarinnar Með Allt á Hreinu. Þegar hér er komið við sögu eru Stuðmenn ennþá að reyna að slá í gegn. Stinni Stuð er þó farinn að sjá um útfararskrifstofunni Græna Torfan en einstæða móðirin Harpa Sjöfn er með eigin umboðsfyrirtæki sem hún kallar Erlendis. Að þessu sinni ákveða Stuðmenn að taka þátt í hljómsveitarkeppni Loðna Gullsins og á móti þeim keppir meðal annars hljómsveitin Monaco en það vill svo skemmtilega til að sonur Hörpu Sjafnar, Kári Már, er forsöngvari þeirrar hljómsveitar. Myndin er er full af tónlist og kímnigáfu, en einnig er ást, biturð og reiði líka að finna í myndinni....

Útgáfudagur: 30.desember 2004 (í kvikmyndahúsum landsins) – Febrúar 2006 (fáanleg á DVD)

Myndin er núna fáanleg á DVD diski með enskum og þýskum texta !



Til þess að fá fleiri upplýsingar endilega hafðu samband á info@studmenn.com eða sendu okkur tölvupóst á booking@studmenn.com.